Fjölmiðlalausa vikan

210px-Braun_HF_1Í pistli mínum síðastliðin föstudag greindi ég frá því að ég væri kominn með nóg af offramboði fjölmiðla hér á landi og ætlaði að fara í fjölmiðlabindindi. Finnst mér því rétt að greina áhugasömum lesendum frá árangrinum. Vikan var áhugaverð svo ekki sé meira sagt. Á laugardagskvöldið spilaði ég kana við móður mína og las um sögu Skálholts. Eftir að hafa sett nýtt heimsmet í leiðindum fór ég að sofa.

Á mánudag var ég ekki samræðuhæfur við nokkurn mann. Ég gat ekki rætt helstu fréttir né hlegið að bröndurunum í Joey. Þá ákvað ég að einangra mig við skrifborðið mitt og fara hvorki í mat né kaffi. Komst líka að því að þar sem ég vinn á dagblaði gat ég ekki sleppt því að lesa það. Gafst því upp. Fór heim og horfði á kvöldfréttir og Seinfeld og leið ósköp vel. Ég hafði rangt fyrir mér, og auðmjúkur viðurkenni það treglega. Ég fagna fjölmiðlum, öllum sem einum. Get ekki lifað án þeirra.

Þessi pistill birtist í Blaðinu föstudaginn 2.mars 2007.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Áhugaverð tilraun. Hef einmitt verið að hugsa um að prófa tölvulausa viku

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 4.3.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband