Gott og blessað.

Mynd/SteinarHJú, ég óska íslendingum til hamingju með lækkaðan virðisaukaskatt. Það er gott og blessað, og ég tek glaður á móti þessum 130 krónum sem ég spara mér á skyndibitaáti.  Hinsvegar er þetta ekki nema dropi í hafið. Dýrtíðin og verðbólgan er slík að jafnvel með þessum breytingum komumst við ekki nálægt því sem við borguðum fyrir hamborgarann fyrir nokkrum árum síðan. Reyndar sérstakt gleðiefni að hægt sé að fá sér máltíð á veitingastað fyrir undir 1000 krónum. Ég man ekki eftir því að hafa getað það lengi. Ég held hinsvegar að á meðan að birgjar halda áfram að hækka verð, margir hverjir alltént, þrátt fyrir styrkingu krónunnar þá þurfum við róttækari aðgerðir til að komast nálægt nágrannalöndunum. Sem eru samt með dýrustu löndum heims. Kæru bloggverjar, eruð þið með tillögur?
mbl.is Borgarinn og pylsan hafa lækkað í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

1. Afnema verðtrygginguna.

2. Takk upp evruna.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 5.3.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband