Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lýðræði?

gif_rydningsplakat_lillwHef komið í Ungdomshuset. Yndislegur staður og gott að vera þar, ekki ósvipað Blitz í Osló, en þar hafa nýnasistar reynt að hrekja unglingana út. Í Danmörku eru það þó stjórnvöld sem ofsækja krakkana. 

Mér virðist sem að stjórnvöld í Danmörku séu fljótt og örugglega að tapa þeim stimpli að vera frjálslynd og ligeglad. Aðgerðirnar í Kristjaníu og lokun Pusher Street hefur ekkert gert nema að ýta þessum viðskiptum neðanjarðar, þar sem ofbeldi og glæpir aukast. Það er víst draumur dananna að rífa þetta merka félagsfræðifyrirbæri og reisa íbúðir fyrir uppa. Það væri synd og algerlega afleitt, þar sem að fólk á þarna skjól og bústað.

Ástæðan fyrir þessum ofsafengnu viðbrögðum unglingana á Norðurbrú er auðskilin. Þarna er verið að svipta þau griðastað og heimili, að þeim forspurðum. Þau grípa því til þeirra ráða sem þau geta. Ekki hafa friðsamleg mótmæli, bréfaskriftir eða undirskriftasafnanir haft mikil áhrif frekar en á stjórnvöld hérlendis. Það er bara einfaldlega ekki hlustað á þegna landsins, hvorki hér né í Danaveldi. Og sérstaklega ekki þegar um auma og "heimska" unglinga er að ræða. Unglingar eru gott fólk sem á skilið að það sé hlustað á það. 

Hvað er að því að leyfa Ungdómshúsinu og Kristjaníu að standa? Í heimi hraða og græðgi eru þetta bráðnauðsynlegir griðastaðir.


mbl.is Götubardagar á Norðurbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband