Lýðræði?

gif_rydningsplakat_lillwHef komið í Ungdomshuset. Yndislegur staður og gott að vera þar, ekki ósvipað Blitz í Osló, en þar hafa nýnasistar reynt að hrekja unglingana út. Í Danmörku eru það þó stjórnvöld sem ofsækja krakkana. 

Mér virðist sem að stjórnvöld í Danmörku séu fljótt og örugglega að tapa þeim stimpli að vera frjálslynd og ligeglad. Aðgerðirnar í Kristjaníu og lokun Pusher Street hefur ekkert gert nema að ýta þessum viðskiptum neðanjarðar, þar sem ofbeldi og glæpir aukast. Það er víst draumur dananna að rífa þetta merka félagsfræðifyrirbæri og reisa íbúðir fyrir uppa. Það væri synd og algerlega afleitt, þar sem að fólk á þarna skjól og bústað.

Ástæðan fyrir þessum ofsafengnu viðbrögðum unglingana á Norðurbrú er auðskilin. Þarna er verið að svipta þau griðastað og heimili, að þeim forspurðum. Þau grípa því til þeirra ráða sem þau geta. Ekki hafa friðsamleg mótmæli, bréfaskriftir eða undirskriftasafnanir haft mikil áhrif frekar en á stjórnvöld hérlendis. Það er bara einfaldlega ekki hlustað á þegna landsins, hvorki hér né í Danaveldi. Og sérstaklega ekki þegar um auma og "heimska" unglinga er að ræða. Unglingar eru gott fólk sem á skilið að það sé hlustað á það. 

Hvað er að því að leyfa Ungdómshúsinu og Kristjaníu að standa? Í heimi hraða og græðgi eru þetta bráðnauðsynlegir griðastaðir.


mbl.is Götubardagar á Norðurbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þjófnaður, skrílslæti og skemmdarverk eiga rétt á sér í tengslum við þetta?

Þetta fólk á ekki þetta hús! Þetta er hústökufólk og er búið að reyna að koma því út í lengri tíma með friðsamlegum hætti. Leitt að til svona aðgerða þurfi að koma en ég hef fullan skilning á því að kaupandinn sé orðinn langeygur eftir að geta nýtt sér svæðið. Danir mundu ekki fara út í svona aðgerðir nema fullur lagalegur réttur lægi fyrir, svo mikið veit ég.

Ellert (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Ingimar Björn Davíðsson

Ég veit að þetta eru fyrst og fremst tilfinningaleg rök sem liggja að baki skoðun minni, en ég ætla að leyfa mér að hafa samúð með litla manninum en ekki peningamönnunum eða stjórnvöldum. 

Ingimar Björn Davíðsson, 1.3.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Jóhann Gunnar Jónsson

Ég skil ekki afhverju er verið að vorkenna svona fólki. Því var boðið annað húsnæði árið 2000 en því var hafnað, ég veit ekki hversvegna en ég get ekki ýmindað mér að það hafi verið af öðrum ástæðum en að þetta fólk hafi þurft að borga undir rassgatið á sjálfum sér á þeim nýja stað.

Það er auðvelt að lifa bara á socialnum, allskonar styrkjum frá ríkinu, fljóta um Kristjaníu og kalla síðan ríkið og "peningamennina" sem borga undir þig fasista og þessháttar.

Ég skil ekki hvernig er hægt að réttlæta það á nokkurn veg að fólk taki húsnæði frá öðrum, hvort sem það er ríkið eða einkaaðilar, og ákveði að byggja upp sitt eigið "society" þar? Ef þú vilt ekki búa í samfélaginu sem þú býrð í, flyttu þá bara eitthvað annað. Ekki byrgja þig upp inni í miðju samfélaginu og heimta síðan peninga frá þeim sem nenna að hreyfa á sér afturhlutann.

Þetta fólk verður bara að átta sig á því að það er minnihlutinn í samfélaginu og getur ekki ætlast til þess að þeirra "réttlæti" verði til þess að meirihlutinn verði fyrir óréttlæti.

JGJ

Jóhann Gunnar Jónsson, 1.3.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband