Slúðurstríðið

Eftirfarandi er pistill sem mig langaði að setja í Blaðið en er varla prenthæfur þar samkvæmt mér æðri mönnum. Dæmi hver fyrir sig en ég set hann hér á eigin ábyrgð.

Á mánudagskvöldið sat ég í makindum og horfði á sjónvarpið, eins og svo oft áður. MisgáfulegBraun_HF_1 dagskráratriðin runnu saman en skyndilega hefst þátturinn „Tabloid Wars“. Ég sperrtist upp, enda fjallar þessi raunveruleikaþáttur um starfsmenn á ritstjórn slúðurblaðsins Daily News í New York borg. Sem fjölmiðlamaður var þetta að sjálfsögðu eitthvað sem greip mína athygli.
Kollegar mínir vestanhafs voru vissulega að fást við örlítið meira spennandi mál, en þau voru jú starfsmenn slúðurblaðs þar sem starfsmenn gengu langt yfir strikið í leit sinni að næsta stóra máli. Ég held þó að gera mætti skemmtilega útgáfu af þessum þætti hérlendis. „Fríblaðastríðið“ gæti hann heitið og fjallað um starfsmenn Blaðsins. Hægt væri að fylgjast með okkur á ritstjórninni tækla fréttirnar; „Kornafurðir hækka“ öskrar fréttastjórinn yfir salinn og allir taka kipp. Myndatökumenn fylgja blaðamanni Blaðsins á fréttamannafund sjávarútvegsráðherra á meðan hann talar um hvernig hann myndi vaða eld og brennistein fyrir fréttina.
Ekki væri leiðinlegra að fylgjast með umbrotsdeildinni og innblaðinu. Kolbrún Bergþórsdóttir fer í mat með Hannesi Hólmstein, umbrotsdeildin toppar sjálfa sig í ósmekklegum bröndurum. Já, það væri ekki leiðinlegra að fylgjast með íslenska fríblaðastríðinu en ameríska slúðurstríðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Jáhá þú segir nokkuð :)

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 4.7.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband