Færsluflokkur: Bloggar

Í Cordóba

CordóbaJaeja, thá er ég staddur í Cordóba, fer med rútu í kvold til Mendoza. Cordóba er aedi, og hér er ég ad uppgotva hvad Argentínumenn eru grídarlega gestrisnir og vingjarnlegir. Sat vid hlidina á manni á bekk á Plaza San Martin í gaer og thrátt fyrir ad vid toludum hvorugir tungumál hvors annars spjolludum vid med handahreyfingum og "Spanglish" í ábyggilega hálftíma. Hér eru 7 háskólar, fullt af stúdentum, fullt af borum og klúbbum. Enda hef ég djammad oll kvoldin hérna, mismikid thó. Var bodid í heimahús í argentínskt Asado grill og skemmti mér konunglega. Thetta er sennilega paradís alpha karlmannsins. Ódýr bjór og ódýrar steikur. Og fallget kvenfólk sem kippir sér ekkert upp vid thad ad thad sé hrópad og flautad á eftir theim thegar thaer labba fram hjá hópi af argentínskum testósterón trollum. Their eru bara typiskir latino menn byst eg vid. Kann ekki thetta.

Er samt ad venjast thvi ad fadma folk og kyssa thad a kinnina vid fyrstu kinni.

Stereotypa Argentinu-búa er imynd snobbadra evropu-wannabe-a, med risa ego, stolt og karlmennsku. Thetta er kannski ad einhverju leiti satt. Argentína faerdi heiminum hjartathraedinguna, kúlupennann og Maradona t.d. Their segja ad vilji Argentinumadur drepa sig tha stokkvi hann af eigin ego-i. En thratt fyrir ad Argentina se enn a okkar maelikvarda karlaveldi, tha breytist thad hratt. 40% vinnuaflsins eru konur, og 30% thingmanna eru konur. Thetta er talsverdur árangur thegar tekid er tillit til thess ad medaltalid í Sudur-Ameríku er 12%. Thetta má sennilegast rekja aftur til Evitu sjálfrar, sem ad var theirra Bríet hvad réttindi kvenna vardar.

Held ad naest á dagskrá sé ad finna góda Parillu og fá mér middegisverd!

Chau!


Heitt, heitt, heitt!

Vid í Villa GesellJaeja, aetla enn og aftur ad reyna ad blogga. Erfitt í landi sem heldur ad thad sé fullegt bodlegt ad bjóda upp á netkaffihús med 486 vélum og ISDN tengingu. Nú er ég búinn ad vera hér í 10 daga eda svo og líkar bara mjog vel. Thetta er miklu vestraenna en mig grunadi, en thó tek ég eftir breytingu thegar ég er kominn núna nyrst í Argentínu. Er semsagt í Iguazú, vid fossa sem eru engu líkir. Thetta er mikill túristastadur, á landamaerum Paraguay, Brasilíu og Argentínu. Fór einmitt í dagsferd til Brasilíu í gaer og baetti thar med einum stimpli í vegabréfid. Kom hingad í gaer eftir 16 tíma rútuferd, sem leid thó mjog hratt enda hef ég aldrei kynnst odru eins. Fyrsta flokks thjónusta alla leid, saeti sem breyttust í rúm, thríréttud máltíd og morgunmatur, kaffi og viský eftir matinn og ég veit ekki hvad og hvad. Kannski madur myndi nenna ad taka rútuna á milli stada heima ef ad thetta vaeri svona. Og midinn kostadi 200 ARS, eda 4000 ISK sirka. Hér kostar líka sígarettupakkinn 60 - 70 kr. Fram ad thví var ég í Buenos Aires, ad skoda thessa frábaeru borg sem er svona eins og hraerigrautur latin og evrópskra áhrifa, arkitektúrs og menningar. Tvímaelalaust med skemmtilegri borgum, menning á hverju strái, útitónleikar, leikrit, fólk ad dansa tangó á torgunum og aragrúi fallegra garda, gódra veitingastada og naeturlíf á heimsmaelikvarda (skilst mér, hef lítid sem ekkert djammad ad rádi, aetla samt út í kvold!). Ad fara á alvoru Parilla og fá sér góda steik er engu líkt. 

Um helgina var ég svo í strandbaenum Villa Gesell, thar sem fjolskylda Maríu á hús. Fór thangad med henni og tveim vinkonum hennar, skemmtum okkur vel, bordudum Rabas (svona calamari daemi) og aedislega sjávarrétta Paellu og lágum á strondinni thar sem mér tókst ad brenna aftur. Hvad vard um Ingimar sem brann aldrei? Jú, hann fór ad vinna innivinnu og sá ekki sól í marga mánudi. Er samt ad verda brúnn og mjór smám saman. Labba thvílíkt mikid hérna og borda heilsusamlega, og hef held ég grennst um allavega fimm kiló frá komu.. Mikid af thví samt sennilega vatn bara.

Naest á dagskrá er svo ad fara til Cordóba, naest staerstu borgarinnar hér. Thadan kannski til San Luís, og svo thann fimmtánda aetla ég med Maríu og Ana Laura vinkonu hennar til vinhéradsins Mendoza. Thad verdur vonandi aedi. 

Jaeja, aetla ad fara ad koma mér og leyfa odrum ad komast ad, hlakka til ad sjá ykkur oll! 


Blaðamaður kann ekki íslensku

"Þegar Alizee Poulicek var spurð spurningar um framtíðarvonir sínar reyndi hún fyrst að svara á því tungumáli en sagði síðan á frönsku: „Ég skyldi þetta ekki. Viltu endurtaka spurninguna?" Við það ókyrrðust áhorfendur í salnum og sumir púuðu."

Hundraðkall í verðlaun handa þeim gesti er kemur auga á augljóa stafsetningarvillu í þessum texta!

Þessi færsla verður tekin út um leið og búið er að laga villuna á vefnum. 


mbl.is Ungfrú Belgía kann ekki flæmsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalifornískun

hank_picÓ, það jafnast ekkert á við að enda helgina upp í sófa í félagsskap gosflösku, snakks og sjónvarpsskjás. Þynnkan eftir laugardagskvöldið vonandi horfin og sjónvarpið fullkomin leið til að taka hugan frá þeirri staðreynd að það er heil vinnuvika framundan.

Nýlega byrjaði Skjár einn að sýna þættina Californication á sunnudagskvöldum. Það er gott því að eftir að Top Gear og Boston Legal hættu hafa sunnudagskvöldin verið hálf ónýt hjá mér. Þessir þættir eru náttúrulega bara snilld. Mulder sjálfur, David Duchovny sýnir góða takta sem Hank, rithöfundur sem þjáist af alvarlegum sjálfsmyndarvandræðum sem hann leysir með áfengi, dópi og kynlífi. Glöggir áhorfendur kannast svo eflaust við Madeline Zima í hlutverki Lolitu-týpunnar Miu Gross, sem síðast sást sem lítil stelpa í þáttunum um barnfóstruna Fran Fine. Ekki svo saklaus lengur.

Heimur versnandi fer, og hreinskilni Hanks, sem segir það sem honum sýnist og gerir það sem honum sýnist er hreint út sagt hressandi. Hann gefur skít í samfélagið í kring um hann og einbeitir sér að því að fullnægja villimannslegum hvötum sjálfs síns. Hann er reyndar stórskemmdur og sennilega þunglyndur, og er búinn að brenna allar brýr að baki sér, en virðist ná að halda sér nokkuð heilum. Vinsældir þáttanna felast að mínu mati í því að Hank er allt sem við vildum að við gætum leyft okkur að vera. Nútíma hippi sem gefur skít í kerfið og veður í konum.

Þetta er fínn endir á helginni. Svo tekur raunveruleikinn við.



Klukk

Jæja, Einar Elí selfyssingur og samstarfsmaður á Blaðinu klukkaði mig. Það þýðir víst ekki að skorast undan því.

Hér koma því átta staðreyndir um mig:

1. Ég er óákveðinn, kærulaus og sveimhugi. Mér finnst það æðislegt.

2. Ég er Akureyringur aftur í ættir í móðurætt, en ættaður að austan í föðurætt. Ég hef búið á 15 stöðum um 21 árs ævina.

3. Ég er athyglissjúkur og nota hvert tækifæri sem ég get til að láta bera á  mér. Veit ekki af hverju.

4. Ég þrífst á stressi og virka ekki nema undir álagi. Ef ég er ekki undir álagi er ég latasti maður í heiminum. 

5. Ég hef óbeit á ofbeldi, hernaði, hnökkum, fáfræði og Breiðholtinu.

6. Uppáhaldsmaturinn minn er frönsk pylsa með flösku af Cocio, eða búlluborgari með Bernaise. Svona í skyndibitanum alltént.

7. Ég get ekki ákveðið mig hvort ég hata eða elska lífið. Yfirleitt elska ég það þó.

8. Ég er heimsins lélegasti bloggari eins og sjá má. Á þessum góðu sumardögum finnst mér skárra að sitja úti með kalt hvítvín og njóta kvöldsólarinnar en að blogga um heimskuleg mál.


Slúðurstríðið

Eftirfarandi er pistill sem mig langaði að setja í Blaðið en er varla prenthæfur þar samkvæmt mér æðri mönnum. Dæmi hver fyrir sig en ég set hann hér á eigin ábyrgð.

Á mánudagskvöldið sat ég í makindum og horfði á sjónvarpið, eins og svo oft áður. MisgáfulegBraun_HF_1 dagskráratriðin runnu saman en skyndilega hefst þátturinn „Tabloid Wars“. Ég sperrtist upp, enda fjallar þessi raunveruleikaþáttur um starfsmenn á ritstjórn slúðurblaðsins Daily News í New York borg. Sem fjölmiðlamaður var þetta að sjálfsögðu eitthvað sem greip mína athygli.
Kollegar mínir vestanhafs voru vissulega að fást við örlítið meira spennandi mál, en þau voru jú starfsmenn slúðurblaðs þar sem starfsmenn gengu langt yfir strikið í leit sinni að næsta stóra máli. Ég held þó að gera mætti skemmtilega útgáfu af þessum þætti hérlendis. „Fríblaðastríðið“ gæti hann heitið og fjallað um starfsmenn Blaðsins. Hægt væri að fylgjast með okkur á ritstjórninni tækla fréttirnar; „Kornafurðir hækka“ öskrar fréttastjórinn yfir salinn og allir taka kipp. Myndatökumenn fylgja blaðamanni Blaðsins á fréttamannafund sjávarútvegsráðherra á meðan hann talar um hvernig hann myndi vaða eld og brennistein fyrir fréttina.
Ekki væri leiðinlegra að fylgjast með umbrotsdeildinni og innblaðinu. Kolbrún Bergþórsdóttir fer í mat með Hannesi Hólmstein, umbrotsdeildin toppar sjálfa sig í ósmekklegum bröndurum. Já, það væri ekki leiðinlegra að fylgjast með íslenska fríblaðastríðinu en ameríska slúðurstríðinu.


Glötuð vinnubrögð

Hljómar eins og gott bústaðapartý!

Annars langaði mig bara til að lýsa furðu minni á því að fréttinni sé beinlínis stolið með fyrirsögn og öllu úr DV og engrar heimildar getið. Fréttin birtist á forsíðu DV í gær og klukkan 5.30 í morgun er hún komin hér inn og sýnist mér inn í Morgunblaðið líka. Ég veit að DV er ekki mikið lesið, en rignir það mikið í nef Moggamanna að það megi ekki sýna þá sjálfsögðu kurteisi að geta heimildar? 


mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af öðru í mínu lífi..

Já, bloggið er ekki minn vettvangur. Get einhvernveginn ekki skrifað á hverjum degi. En það er samt ágætt að eiga þetta pláss til tjáninga og slíks. Ég er fluttur,nýtt heimili er Rauðarárstígur 9, 105 Reykjavík. Þar er held ég ágætt að vera, þó svo að lítið sé. Endilega kíkjið í kaffi eða bjór við tækifæri. Svo verð ég líka að plögga leiksýninguna mína, Limbó. Hún verður frumsýnd á laugardaginn í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði. Ég treysti því að fjölmiðlar birti fréttatilkynninguna sem ég ætla að senda þeim á eftir svo að þið ættuð að geta lesið meira um þetta. Ég er að leika í fyrsta skipti í dálítinn tíma og líkar það mjöög vel. Þetta er tilraunaleikhús, samansett verk úr nokkrum stuttverkum sem saman mynda "heild". Ég leik meðal annars sjómann í kjól og trúðslegan snyrtipinna. Þarna má einnig sjá allskyns furðufugla, svo að ég mæli eindregið með því að fólk drífi sig í leikhús.

Annars óska ég lesendum alls hins besta, megiði njóta þessara endemis blíðu sem mest og best! 


Eurovision skúbb:

486371898_491254a38d Rakst á þetta á netinu. Virðist vera sem finnarnir séu með umgjörðina á hreinu! Rokk og ról út í gegn, mér líst vel á þetta, og sviðið er stórglæsilegt!  Hér má finna myndasíðuna og sjá fleiri myndir af Íslandi og öðrum löndum!

Er blaðamennsku að fara aftur?

Þessi frétt á Vísi.is hlýtur að vera dæmi um þá allra verstu blaðamennsku sem ég hef séð. Þetta er afritað beint úr fréttatilkynningu, illa sett upp og í alla staði afkáralega og viðvaningslega gert. 

Því miður er það svo að svona lagað er að verða æ algengari sjón á Vísi.is. Það virðist vera erfitt að finna metnaðarfulla og graða unga blaðamenn, en ef að þetta fær að sleppa í gegn, þá er mér öllum lokið. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband