Blaðamaður kann ekki íslensku

"Þegar Alizee Poulicek var spurð spurningar um framtíðarvonir sínar reyndi hún fyrst að svara á því tungumáli en sagði síðan á frönsku: „Ég skyldi þetta ekki. Viltu endurtaka spurninguna?" Við það ókyrrðust áhorfendur í salnum og sumir púuðu."

Hundraðkall í verðlaun handa þeim gesti er kemur auga á augljóa stafsetningarvillu í þessum texta!

Þessi færsla verður tekin út um leið og búið er að laga villuna á vefnum. 


mbl.is Ungfrú Belgía kann ekki flæmsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er venjulegt i í skildi. Ekki skyldi.

Guðrún Geirsdótttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Þetta er sögnin að skilja....með einföldu ekki satt!

Inga Dagný Eydal, 17.12.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: ViceRoy

Orðið skildi er rangt stafað en þar fyrir utan, þrátt fyrir að greinin fjalli um að hún kunni ekki flæmsku, er hvergi nefnt í þessari setningu að spurningin hafi verið spurð á flæmsku, heldur er þetta eingöngu illa orðað "...reyndar hún fyrst að svara á því tungumáli"

Þetta á að vera augljóst, en mætti orða þetta betur að mínu mati. Og skyldi.... það fer bara hrollur um mann að lesa þetta... og það frá "blaðamanni"

ViceRoy, 17.12.2007 kl. 22:59

4 identicon

Skoðaðu þessa grein.

http://www.mbl.is/mm/sport/fotbolti/2007/12/17/runar_heidradur_fyrir_100_landsleiki/

" Síðasta landsleikur Rúnar var gegn Ítalíu.."

Jóhann (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband