lágdeyða

Einhver sagði einhverntíman að sá sem ekki væri til á netinu væri ekki til í samfélaginu. Því hef ég víst verið látinn síðastliðiðinn mánuð eða svo. Einhvernveginn bara haft annað að hugsa um býst ég við. Blankheit í marsmánuði, páskar og sófagestir.

Keypti mér bíl. Smart blæjubíll fyrir tvo, með diesel vél og leðursætum. 2004 módel og vélin heil 42 hestöfl. Vá. Snilld samt, okkur kemur mjög vel saman og mér þykir vænt um hann. Hann eyðir sama og ekki neinu, er skemmtilegur í bæði innanbæjar og langkeyrslu og er afskaplega krúttlegur og fallegur. Mjög gott hljóðkerfi líka, sem mér finnst afar mikilvægt í bíl.

Svo komu páskarnir. Þeir voru ekki mjög páskalegir, þó svo að ég hafi tekið mér marga til fyrirmyndar og skellt mér norður.  Fór þó ekki á skíði, bara á gömlu góðu karólinu og í Mývatnssveit. Mæli með Grjótagjánni, hún er heit og góð þessa dagana. Kom svo heim á laugardag og fór á djammið í borginni og var spurður um skilríki í fyrsta skipti síðan ég var 16. Páskadagur fór svo í sjónvarpsgláp og heimsókn til gamalla vina, og svo endaði ég helgina í Bláa Lóninu eftir páskadagsmáltíð á McDonalds. Já, það var bara ágætt.

Nú er eitthvað afskaplega lítið í gangi. Ég er í þessu ástandi mínu þar sem ég velti öllu og öllum fyrir mér og reyni að komast að einhverri niðurstöðu í lífinu. Svo gefst ég yfirleitt upp og held áfram lífinu eða ákveð að gera eitthvað róttækt. Sjáum til hvað kemur út úr þessu. 

Nú hef ég semsagt vakið mig aftur til lífs í netheimum, setti nýjar myndir inn á Flickr í gær og minni á að ég er til. Góðar stundir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svavs

spurning: er ekki bara allt í himnalagi að vera dauður, einhvernvegin lifir maður það af (eins og stendur í gluggarúðu í miðbænum). skilgreining á þessum dauða mætti vera; fugl. helduru að það sé ekki óttarlega notarlegt að sitja bara uppá einhverri huggulegri trjágrein þar sem þú þarft ekkert að tjá þig neitt (sem gæti leitt til misskilings og svo skiptir maður um skoðun á tjáningum sínum) en að vera fugl uppá sætri trjágrein virkar friðsælt. situr bara og hlustar á allt sem er....

er ég að bulla...?

svavs, 20.4.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband