Eldfimt..

denmarkVá, þetta er eldfimt mál. Við hér í Skandinavíu prýðum okkur af því að vera einstaklega umburðarlynd. En viljum við fórna umburðarlyndinu í samfélaginu fyrir umburðarlyndi gagnvart óumburðarlyndu fólki? Tja.

Í hinum afar góða þætti Boston Legal á sunnudagskvöldið tók Alan Shore að sér að verja foreldra tveggja barnungra söngkvenna. "Rise up and shine, Americas sons and daughters" og "Will wash the yellow, brown and red man away" sungu þær, og það átti að taka þær af foreldrum sínum fyrir þær sakir að þær væru aldar upp í rasisma og hatri. Það gekk ekki eftir. Við leyfum fólki að hafa hvaða skoðanir sem það vill svo lengi sem það ofsækir ekki fólk eða beitir það ofbeldi. Ég skil vel að danir hafi áhyggjur. Innflytjendurnir eru að hrista grunninn sem danskt samfélag byggir á, en það að vísa þeim frá vegna skoðana gjörsamlega sprengir grunninn í loft upp. Þetta er eflaust vandamál sem fæst ekki auðveld lausn á, en ég held að eftir tvær eða þrjár kynslóðir verði þetta ekki jafn mikið vandamál. Fólk aðlagast vonandi á endanum, og Danir sem og aðrir munu vonandi muna að gera hið sanngjarna og rétta.  


mbl.is Dönsk yfirvöld setji umburðarlyndinu mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá ég verð að segja að ég hef sjaldan séð eins stutta bloggfærslu með jafn miklu innihaldi. Þetta fær mann til að hugsa.

halkatla, 13.3.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband