Kynlíf og önnur viðurstyggð

klámVar að koma heim af klámkvöldi karlahóps feministafélags Íslands. Það var áhugavert. Margir góðir punktar og margir slæmir líka. Finnst nefnilega við vera komin kannski út fyrir hið málefnalega og það sást bersýnilega á fundinum. Íslendingar virðast hafa skipað sér í tvær öfgafullar fylkingar. Með og á móti klámi. Og á meðan að þeir sem eru með því líta á andstæðinga sína sem andstæðinga kynlífs og frelsis, þá líta þeir sem eru á móti á hina sem fylgjandi niðurlægingu og ofbeldi. Umræðan er komin út í tóma vitleysu. Auðvitað má rökræða þetta fram og til baka, en mergurinn málsins er sá að KLÁM er ofbeldisfullt og ógeðslegt. Annað er erótík, eða ljósblátt efni. Nú held ég að feministar verði að sætta sig við það að ljósblátt efni hefur verið til síðan á dögum krists, hórur eru elsta starfsstétt í heiminum og kynlífsiðnaður verður alltaf partur af samfélaginu. Andstæðingar feminista verða á hinn bóginn að skilja að klám er ekki klám nema það sé klám. Eða þannig. 

Við getum held ég öll verið sammála um það að kynlíf sé gott og yndislegt og mansal og nauðganir séu ógeðslega og ólöglegar. Því er öll umræða sem á sér stað um klám og klámefni frekar tilgangslaus, mér sýnist þjóðfélagið vera í svona múgæsingi einhverjum þar sem allir þurfa að hafa skoðun og allir eru voða "heitir". Fyrir tíu árum síðan var hávær hópur fólks sem var á móti netvæðingu landans út af klámi. Eyðum orku okkar í eitthvað annað en sorglega umræðu um kynlífsmyndir. Klámvæðingin er ekki stórkostlegt vandamál á Íslandi. Notum frekar krafta okkar í önnur og mikilvægari mál.

 

P.S. T.d. að horfa á aukna hlutgervingu ungra stelpna, sem ég held að sé ekki klámiðnaðinum að kenna heldur popp-músík og FM957. Feministar ættu að mótmæla Popp-tíví og FM og því sem þar er boðað. Sem er ekki heilbrigt og þykir sjálfsagt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já hér er ég sammála, en hvernig VEISTU að það er ekki mikil klám er vandamál hér, af hverju ætti annars þetta mál að vera í umræðu núna? hmm kannski bara til að tala um e-ð til að fela e-ð annað (yfirmenn þjóðarinnar eru að brugga e-ð rosalegt yfirvald og koma því alls kyns óþarfa ð umræðum í gang til að þjóðin taki ekki eftir ráðabrugginu, soldið eins og terroristarnir gera í 24 ekki satt?)

já og talandi um að mótmæla popp-tv... ég gerði ritgerð fyrir 2 árum í FB sem var um að banna popp-tv. hún vakti athygli en flestum fannst ég bara vera skrítin og alveg gaga! hmm ja, mér finnst það ekki. jæja kannski ætti ekki að BANNA popp-tv en allavega skera niður það sem gæti haft, hvernig á ég að orða það, bara það sem er ekki holt fyrir ungt fólk að horfa á, en svo spyr maður sig, hvað er ekki holt fyrir ungt fólk að horfa á. kvenkroppurinn selur og því verður seint breytt, fullt af ógeði er í sjónvarpinu, nip-tuck, extream makeover, the swan (helvítis bull kjaftæðis þáttur reynir að koma því inní kvenhugan að þú getir ekki verið hamingjusöm þó þú sért ekki eins falleg og konan í næsta húsi bla bla, þú ert falleg ef þér líður vel og ef þér líður ekki vel þá er það af því að það kemur að innan, því þarf að breyta, það breytist ekki með líta aðgerð!!!!#$%&/)

svo jú það er margt margt margt sem mætti breyta og sleppa úr sjónvarpinu, já og ég tala nú ekki um 24!!! djöfull geta þeir verið spennandi og grípa mann alveg, algert eytur en í raun er mín skoðun á þeim þætti bölvuninni verri, þetta eru bandaríkin að koma þeirri ímynd inní hausinn á fólki að terroristar og hriðjuverkamenn séu alveg gersamlega tómir í hausnum og rosalega þröngsýnir og hvaðeina, ég meina þessir terroristar eru fkn helvíti klárir, þeir eru að gera allt þetta, sprengja og plana og ræna og hugsa og gera allan anskotann fyrir e-ð, þeir hljóta að vera með e-ð í hausnum en í þessum þætti eru þeir bara sýndir sem vondir og bandaríkjamenn séu al saklausir og rosalegir englar að verja landið sitt!!! góðir þættir en með slæman boðskap! þess vegna á ég bágt með að horfa á þá, ég hef líka séð þá fara illa með frænda minn, hann heldur að terroristar séu bara heilalausir hálvitar sem á að drepa. það á bara að sprengja upp ameríku!!! hvað um það??? jæja mér líður vel, ég er í góðum aðstæðum svo ég reyni ekki að hugsa mikið um þetta á meðan ég er að takast á við mitt líf og gera góða hluti eins og ég best get.

svo það þarf bara að kenna krökkum, koma fram við þá með virðingu, tala við þá, sýna þeim að kvenmaður er ekki þræll og koma í hausinn á þeim að þessi kroppamyndbönd séu ekki málið, heldur markaðssetning og þeir sem herma eftir eru að "selja" sig... sjáðu hvað ég er kúl, viltu leika...

jæja þetta er blog sem Ingimar á en ekki ég svo ég má ekki vera að blogga hér, bara þegar ég byrja að skrifa þá get ég ekki hætt.

flott blogg hér á ferð og ætla ég mér að kíkja á það reglulega því hann virðist alveg vita hvað hann er að segja þessi elska.... þú ert kúl Ingimar

svavs (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: halkatla

rosalega ertu að hitta naglann á höfuðið þarna í endann. Það eru ekkert allir sem vita um lúmsku skilaboðin sem berast frá fjölmiðlum kölska þeas fm957 og popptíví

enn og aftur, þá er ég mikið sammála og hugsandi eftir að hafa lesið þetta

halkatla, 13.3.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband