16.7.2007 | 15:54
Klukk
Jæja, Einar Elí selfyssingur og samstarfsmaður á Blaðinu klukkaði mig. Það þýðir víst ekki að skorast undan því.
Hér koma því átta staðreyndir um mig:
1. Ég er óákveðinn, kærulaus og sveimhugi. Mér finnst það æðislegt.
2. Ég er Akureyringur aftur í ættir í móðurætt, en ættaður að austan í föðurætt. Ég hef búið á 15 stöðum um 21 árs ævina.
3. Ég er athyglissjúkur og nota hvert tækifæri sem ég get til að láta bera á mér. Veit ekki af hverju.
4. Ég þrífst á stressi og virka ekki nema undir álagi. Ef ég er ekki undir álagi er ég latasti maður í heiminum.
5. Ég hef óbeit á ofbeldi, hernaði, hnökkum, fáfræði og Breiðholtinu.
6. Uppáhaldsmaturinn minn er frönsk pylsa með flösku af Cocio, eða búlluborgari með Bernaise. Svona í skyndibitanum alltént.
7. Ég get ekki ákveðið mig hvort ég hata eða elska lífið. Yfirleitt elska ég það þó.
8. Ég er heimsins lélegasti bloggari eins og sjá má. Á þessum góðu sumardögum finnst mér skárra að sitja úti með kalt hvítvín og njóta kvöldsólarinnar en að blogga um heimskuleg mál.
Athugasemdir
Ha ha, vissi allt þetta um þig nema eitt (enda veit enginn meira um þig en ég!): Hvað er Cocio? Búlluborgari Bernaise í kvöld?
Inga Dagný Eydal, 17.7.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.