Ísland farsælda frón

Eftirfarandi pistill birtist í Blaðinu þann 31.maí 2007.Íslenski fáninn

Að öllu jöfnu er föðurlandsástin ekki ofarlega á blaði hjá mér. Ég bölva veðrinu, dýrtíðinni, gróðurleysinu og ríkisstjórninni nokkuð reglulega. En nú rétt eftir kosningar færði Ríkissjónvarpið mér þjóðarstolt á silfurfati. Þeir sýndu nefnilega kanadísku heimildarmyndina Klappir og haf á mánudagskvöldið. Þar heimsótti rithöfundurinn Lisa Moore Ísland og Nýfundnaland og skoðaði þróun þeirra á síðustu 60 árum. Lisa rölti um stræti og torg Reykjavíkur, talaði við rithöfunda, pólitíkusa og m.a.s. Vigdísi Finnbogadóttur. Glöggt er gests augað. Hún dásamaði land og þjóð á alla vegu. Hér er víst ríkidæmi, sama og ekkert atvinnuleysi, jafnrétti með því besta í heiminum og velferðarkerfi í toppklassa. Í það minnsta miðað við Nýfundnaland.  Ég verð að viðurkenna að ég var bara búinn að gleyma þessu. Of upptekinn við að reyna að láta enda ná saman og lifa af mánuðinn. Vissulega er ég ekki atvinnulaus og ég kann að lesa, en ég hef hingað til ekki vaknað á morgnana fullur þakklætis yfir því að búa á Íslandi. Því vil ég þakka Lisu Moore og Sjónvarpinu fyrir að leiða mig í sannleikann um það hversu frábærlega æðislegt Ísland er. Nú líður mér miklu betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband