Nýyrði

Lenti í stökustu vandræðum hér áðan. Var að skrifa grein um myndvinnsluhugbúnað og þurfti að gera það á okkar ástkæra ylhýra. Vandamálið er að ég veit ekkert hver nýyrðin í þessum geira eru. Var þarna að finna upp orð eins og afspilunarkóði fyrir codec, og fjölóma hljóðblöndun fyrir surround mixing. Finnst líka tillaga RÚV um orðið Hlaðvarp fyrir Podcast alveg æðisleg. Hver heldur utan um þetta eiginlega? 

Nú er þetta kannski þegar hægt, en ég myndi vilja getað flett upp einhversstaðar á netinu til að sjá tillögur og viðurkennd nýyrði fyrir hina ýmsu tæknihluti. Svona til þess að forðast það að séu allt í einu til milljón mismunandi orð fyrir sama hlutinn, samanber tónhlöðu og spilastokk Moggamanna. Ég kalla þetta nú bara æpodd.

Er þó nokkuð ánægður með orðin mín. Fjölóma finnst mér fallegt orð fyrir surround og litgreining fyrir color grading. Er ekki einhver staður fyrir svona nýyrða pælinga? Og ef ekki, hvernig væri þá að einhverjir tækju sig til og kæmu upp Wiki eða einhverju fyrir þá sem áhuga hafa á íslenskun fagmála.

Nokkari, hóra, péddi, mixer, fresnel, greida, súbb.. Þetta er bara það sem ég mundi eftir á 10 sekúndum..   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Sæll, Ingimar. Hef að gamni mínu stundum kallað æpodd ípota, enda potar maður lögum í djásnið... Veit ekki hvernig þér líst á það! Kveðja að norðan frá gömlum granna.

Helgi Már Barðason, 16.4.2007 kl. 18:45

2 identicon

Hugmynd þín hljómar einkar vel, ætla jafnvel að gerast svo djarfur að setja hana í framkvæmd.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband