13.3.2007 | 11:30
ÆðisLEG?
Söngleikurinn Leg er fyrir nokkrar sakir tímamótaverk. Aldrei áður hefur fóstur dansað salsa á sviði Þjóðleikhússins svo ég viti til, og aldrei hef ég séð vísinda-skáldsögu söngleik sem gerist í Garðabæ. Það er því ljóst að hér er verið að brjóta blað í leikhússögu landsins. Verkið, sem samið er af Hugleiki Dagssyni er súrrealísk framtíðarsýn á íslenskan veruleika. Það er rammpólitískt, ofboðslega fyndið og prýðilega útfært. Þetta er sýning sem verður talað um.
Hugleikur hefur haft lag á því að draga fram spaugilega hlið á annars hræðilegum aðstæðum. Hann nær að kitla hláturtaugarnar með fáránleika, jafnvel sjúkleika, og fær mann um leið til að hugsa. Teiknimyndasögur hans hafa hneykslað marga, en jafnframt náð gríðarlegum vinsældum. Leg, eða Abortion The Musical, eins og það heitir víst á ensku, er ekkert ósvipað. Það hneykslar eflaust marga, og mun sennilega ná gríðarlegum vinsældum.
Myndvarpar og bíóhljóð
Mikið var lagt í allt ytra útlit sýningarinnar, myndabönd, skjávarpar og lýsing spila stórt hlutverk, og fyrir vikið fellur kannski frammistaða leikaranna sjálfra örlítið í skuggann af sjóinu. Hinsvegar er þessi tæknisýning öll alveg frábærlega gerð. Myndvarpar og örlítil þoka í loftinu mynduðu þrívíðan heim sem umlykur áhorfandann og dregur mann inn í þetta litla sjúka framtíðarland. Hljóðeffektar eru líka notaðir á mjög áhrifaríkan hátt, og á stundum leið manni eins og í bíó, þar sem hljóð kom úr öllum áttum og bætti enn frekar á skynfærafestivalið. Hljóð í söngatriðum var þó ekki eins og best verður á kosið. Erfitt var að greina texta sönglaganna í háværari númerum, og misgóður söngur leikaranna drukknaði í tónlistinni.
Fjölbreytt tónlist
Þá er að minnast aðeins á frammistöðu leikaranna ungu. Þar mæddi mest á hinni lítt þekktu Dóru Jóhannsdóttur, í hlutverki óléttu táningsstúlkunnar Kötu. Hér er greinilega komin leikkona sem vert er að fylgjast náið með. Leikararnir standa sig þó allir prýðilega, en persónurnar eru einfaldar og ýktar. Veiki hlekkur leikarahópsins er án efa söngurinn, en söngnúmer voru sum hver leyst með einskærum viljastyrk og ópi. Það er reyndar algengt í íslenskum söngleikjum.
Tónlistin var þrátt fyrir misjafnan söng afar fjölbreytt og skemmtileg. Meðlimir tríósins Flís eru þúsundþjalasmiðir og jafnvígir á teknó og jazz. Lögin voru skemmtileg, melódísk og koma vonandi út á geisladisk svo hægt sé að njóta þeirra utan leikhússins.
Hugleikur fæst við meinsemdir þjóðfélagsins í þessu verki eins og hans fyrri verkum. Í einstakri yfirborðsmennsku sýningarinnar, leikmyndar, persóna og umgjarðar, verður boðskapurinn skýr. Hvar annarsstaðar en á Íslandi er hægt að finna hið fullkomna siðlausa Leg? En eins og í söngleikjum er von; von um betri heim og betra Ísland. Leg er eiginlega skylduáhorf. Kannski vegna þess að þetta er drepfyndin og góð sýning sem á erindi við fólk, en annars vegna þess að þetta gæti verið eina skiptið sem þú munt sjá eitthvað þessu líkt á leiksviði.
Hugleikur hefur haft lag á því að draga fram spaugilega hlið á annars hræðilegum aðstæðum. Hann nær að kitla hláturtaugarnar með fáránleika, jafnvel sjúkleika, og fær mann um leið til að hugsa. Teiknimyndasögur hans hafa hneykslað marga, en jafnframt náð gríðarlegum vinsældum. Leg, eða Abortion The Musical, eins og það heitir víst á ensku, er ekkert ósvipað. Það hneykslar eflaust marga, og mun sennilega ná gríðarlegum vinsældum.
Myndvarpar og bíóhljóð
Mikið var lagt í allt ytra útlit sýningarinnar, myndabönd, skjávarpar og lýsing spila stórt hlutverk, og fyrir vikið fellur kannski frammistaða leikaranna sjálfra örlítið í skuggann af sjóinu. Hinsvegar er þessi tæknisýning öll alveg frábærlega gerð. Myndvarpar og örlítil þoka í loftinu mynduðu þrívíðan heim sem umlykur áhorfandann og dregur mann inn í þetta litla sjúka framtíðarland. Hljóðeffektar eru líka notaðir á mjög áhrifaríkan hátt, og á stundum leið manni eins og í bíó, þar sem hljóð kom úr öllum áttum og bætti enn frekar á skynfærafestivalið. Hljóð í söngatriðum var þó ekki eins og best verður á kosið. Erfitt var að greina texta sönglaganna í háværari númerum, og misgóður söngur leikaranna drukknaði í tónlistinni.
Fjölbreytt tónlist
Þá er að minnast aðeins á frammistöðu leikaranna ungu. Þar mæddi mest á hinni lítt þekktu Dóru Jóhannsdóttur, í hlutverki óléttu táningsstúlkunnar Kötu. Hér er greinilega komin leikkona sem vert er að fylgjast náið með. Leikararnir standa sig þó allir prýðilega, en persónurnar eru einfaldar og ýktar. Veiki hlekkur leikarahópsins er án efa söngurinn, en söngnúmer voru sum hver leyst með einskærum viljastyrk og ópi. Það er reyndar algengt í íslenskum söngleikjum.
Tónlistin var þrátt fyrir misjafnan söng afar fjölbreytt og skemmtileg. Meðlimir tríósins Flís eru þúsundþjalasmiðir og jafnvígir á teknó og jazz. Lögin voru skemmtileg, melódísk og koma vonandi út á geisladisk svo hægt sé að njóta þeirra utan leikhússins.
Hugleikur fæst við meinsemdir þjóðfélagsins í þessu verki eins og hans fyrri verkum. Í einstakri yfirborðsmennsku sýningarinnar, leikmyndar, persóna og umgjarðar, verður boðskapurinn skýr. Hvar annarsstaðar en á Íslandi er hægt að finna hið fullkomna siðlausa Leg? En eins og í söngleikjum er von; von um betri heim og betra Ísland. Leg er eiginlega skylduáhorf. Kannski vegna þess að þetta er drepfyndin og góð sýning sem á erindi við fólk, en annars vegna þess að þetta gæti verið eina skiptið sem þú munt sjá eitthvað þessu líkt á leiksviði.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.