Fjölmiðlabindindi?

Þessi pistill minn birtist í Blaðinu síðastliðinn föstudag:

Hvenær er nóg komið?net
Ég er hættur að reyna. Það er ekki nokkur leið að ég geti fylgst með fimm dagblöðum daglega.  Sjálfsagt að bjóða upp á valkosti, en kannski er þetta fullmikið. Er með 70 sjónvarpsstöðvar, og get eytt heilu kvöldi í að skipta á milli rása án þess að finna eitthvað gott. Fæ þrenn dagblöð inn um lúguna, og get ekki ákveðið á hverju ég á að byrja svo ég les ekki neitt.

Þegar ég var lítill var ég heppinn af því að það var áskrift að Stöð2 á heimilinu. Ég gat valið um tvennt. Það var meira en nóg. Við fengum bæði Moggann og Dag. Það var meira en nóg. Ég er feginn því að vera það gamall að ég man eftir þessum tímum.

Þegar maður fylgist allan daginn með því sem er að gerast í heiminum, les fimm dagblöð og fylgist með hátt í tíu íslenskum sjónvarpsstöðvum auk þess að vinna fullan vinnudag hefur maður ekki tíma til að hugsa um sjálfan sig.

Ætla að prófa fjölmiðlabindindi. Slökkva á nettengingunni og afruglaranum og negla fyrir bréfalúguna. Það á eftir að taka mig smá stund að komast yfir verstu fráhvarfseinkennin, en hvað gerist svo?

Þess má geta að fram að þessu hefur bindindið ekki gengið vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband