27.2.2007 | 12:02
Er þetta virkilega að gerast?
Ótrúlegur heimur sem við lifum í. Ég sem hélt í einfeldni minni að við værum fyrir löngu hætt að sjá hluti eins og að ríkisstjórnir séu að skipta sér af verkum myndlistarmanna. Ég virði The Indenpendent fyrir þessa forsíðu sína. Það er greinilegt að ríkisstjórnir heims skammast sín fyrir Írak. Með réttu.
Nú er það okkar hlutverk að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig í nágrannalandinu Íran. Nú ríður á að við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Erfitt getur reynst að hafa áhrif á Bandaríkjamenn, en við getum í það minnsta séð til þess að Ísland styðji ekki endurtekningu óhugnaðarins. Ákvarðanir okkar í kjörklefanum í maí geta haft á það mikil áhrif.
Svo er mér spurn hvort að myndlistarmaðurinn Steve McQueen sé eitthvað skyldur leikaranum og ofurtöffaranum Steve McQueen?
Varnarmálaráðuneyti Breta hindraði störf myndlistarmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.