27.2.2007 | 01:24
Prakkarar í Laugaskóla
Björn Þorláksson fréttamaður Stöðvar 2 og N4 á Norðurlandi er mývetningur og þar af leiðandi Þingeyingur. Nýverið kom upp mál meðal nemenda í Laugaskóla þar sem að hrekkur fór úr böndunum með þeim afleiðingum að lögregla var kvödd til. Eins og mörgum er eflaust kunnugt um voru það átta piltar í skólanum sem að "rændu" skólasystrum sínum í hefndarskyni fyrir það að þær höfðu skilið eftir þorskhausa (af þeim er nóg á Laugum) undir rúmi einhverra strákanna. Strákarnir skildu stúlkurnar að lokum eftir í hraðbanka-anddyri bankans á staðnum.
Stöð 2 birti fréttir af málinu og var þar Björn í essinu sínu að fjalla um hrekki í gamla skólanum sínum eins og hvert annað stórglæpamál.
Orðið á götunni er hinsvegar það að Björn Þorláksson hafi sjálfur verið rekinn úr skólanum á sínum námsárum þar. Mun hann hafa verið gripinn glóðvolgur hangandi utan í brunastiga stúlknavistarinnar að reyna að koma sér inn í hlýjann stúlkufaðm ásamt fleirum. Á sama tíma kúrðu aðrir klókari nemendur undir sæng hjá stúlkunum, en þeir höfðu látið skera út lykla eftir lyklum húsbóndans og einfaldlega aflæst útidyrunum. Þeir komust upp með athæfið.
Ætli það mál hafi ratað í fréttir á sínum tíma?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.