Færsluflokkur: Dægurmál
13.4.2007 | 20:24
Enn ein nafnabreytingin..
Ekki það að ég nenni að fara að röfla vegna þessa, hafandi verið viðskiptavinur KB og Kaupþings, Íslandsbanka og Glitnis og svo framvegis. Hinsvegar finnst mér óhuggulegt hversu logo-um N1, sem áður hét Esso, Bílanaust og eitthvað fleira, og norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 svipar saman. N4 er minn gamli vinnuveitandi og því veit ég að það hefur verið til mun lengur en hið varla dags-gamla EnnEinn batterý. Nú spyr maður sig hvort að ekki verði mál úr þessu, og hvor hafi þá betur, Davíð eða Golíat.
- Þegar stórt er spurt
(Svo ég hermi eftir Símoni Birgissyni stjörnublaðamanni sem hermir eftir Denna)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 01:24
Prakkarar í Laugaskóla
Björn Þorláksson fréttamaður Stöðvar 2 og N4 á Norðurlandi er mývetningur og þar af leiðandi Þingeyingur. Nýverið kom upp mál meðal nemenda í Laugaskóla þar sem að hrekkur fór úr böndunum með þeim afleiðingum að lögregla var kvödd til. Eins og mörgum er eflaust kunnugt um voru það átta piltar í skólanum sem að "rændu" skólasystrum sínum í hefndarskyni fyrir það að þær höfðu skilið eftir þorskhausa (af þeim er nóg á Laugum) undir rúmi einhverra strákanna. Strákarnir skildu stúlkurnar að lokum eftir í hraðbanka-anddyri bankans á staðnum.
Stöð 2 birti fréttir af málinu og var þar Björn í essinu sínu að fjalla um hrekki í gamla skólanum sínum eins og hvert annað stórglæpamál.
Orðið á götunni er hinsvegar það að Björn Þorláksson hafi sjálfur verið rekinn úr skólanum á sínum námsárum þar. Mun hann hafa verið gripinn glóðvolgur hangandi utan í brunastiga stúlknavistarinnar að reyna að koma sér inn í hlýjann stúlkufaðm ásamt fleirum. Á sama tíma kúrðu aðrir klókari nemendur undir sæng hjá stúlkunum, en þeir höfðu látið skera út lykla eftir lyklum húsbóndans og einfaldlega aflæst útidyrunum. Þeir komust upp með athæfið.
Ætli það mál hafi ratað í fréttir á sínum tíma?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)