Af öðru í mínu lífi..

Já, bloggið er ekki minn vettvangur. Get einhvernveginn ekki skrifað á hverjum degi. En það er samt ágætt að eiga þetta pláss til tjáninga og slíks. Ég er fluttur,nýtt heimili er Rauðarárstígur 9, 105 Reykjavík. Þar er held ég ágætt að vera, þó svo að lítið sé. Endilega kíkjið í kaffi eða bjór við tækifæri. Svo verð ég líka að plögga leiksýninguna mína, Limbó. Hún verður frumsýnd á laugardaginn í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði. Ég treysti því að fjölmiðlar birti fréttatilkynninguna sem ég ætla að senda þeim á eftir svo að þið ættuð að geta lesið meira um þetta. Ég er að leika í fyrsta skipti í dálítinn tíma og líkar það mjöög vel. Þetta er tilraunaleikhús, samansett verk úr nokkrum stuttverkum sem saman mynda "heild". Ég leik meðal annars sjómann í kjól og trúðslegan snyrtipinna. Þarna má einnig sjá allskyns furðufugla, svo að ég mæli eindregið með því að fólk drífi sig í leikhús.

Annars óska ég lesendum alls hins besta, megiði njóta þessara endemis blíðu sem mest og best! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband